top of page

Ertu til í leyndarmáið á íslensku?

 

 • Bókin um aðlöðunaraflið.
  Bókin um aðlöðunaraflið (e. Law of attraction) og aðferðir til að nýta það sem best í daglegu lífi. 
   

 • Námskeiðið um aðlöðunaraflið.

  Margir þekkja til kvikmyndarinnar The Secret, netnámskeið með verkefnum og aðhaldi veitir þátttakendum innsýn og skilning á því að nýta sér aðlöðunaraflið til að láta drauma rætast.
   

 • Vaknaðu á Snæfellsnesi. 
  Tveggja nátta ferðalag á Snæfellsnes þar sem heftandi trú og hamlandi hugmyndir eru upprættar en þess háttar er algengasta orsökin fyrir því þegar aðlöðunaraflið (e. Law of attraction) virðist ekki virka í lífi fólks.

Ég heiti Þormóður Símonarson
og er vottaður leiðbeinandi í Aðlöðunaraflinu

 

 • Árið 2001 ákvað ég að gera aðeins það sem myndi bæta mig á einhvern hátt. Þessi ákvörðun hefur leitt mig síðan og gert líf mitt afar skemmtilegt, stundum erfitt en líka gefandi. 
   

 • Ég hef í tvígang ferðast um Evrópu með lestum, seinna skoðaði ég mig um í suður Ameríku og nokkrum árum síðar flakkað um Norðurlönd á mótorhjóli.
   

 • 2003-2004 lærði ég nútímafræði við Háskólann á Akureyri. Þar heyrði ég fyrst um aðlöðunaraflið, hugmyndin hreif mig strax en ég efaðist samt aðeins. Næstu misseri drakk ég í mig allan fróðleik sem ég komst í og eftir því sem reynsla mín af fyrirbærinu jókst dvínaði efinn.
   

 • 2005 lærði ég dáleiðslu í Reykjavík.
   

 • 2008 lærði ég skapandi skrif í Bretlandi og ferðaðist einn í heilt ár, dvaldi meðal annars um hríð í búddaklaustri í Skotlandi.
   

 • Árið 2010 skrifaði ég bók um ferðalagið sem kom út 2011. Þá byggði ég líka húsið mitt og eignaðist fjölskyldu.
   

 • 2014 lærði ég markþjálfun og þjálfaði þar m.a. hæfni mína til að hlusta á fólk og greina aðalatriðið þess sem fólk segir.
   

 • 2016 var ég í námi hjá Dr. Joe Vitale sem vottaði mig sem leiðbeinanda í aðlöðunaraflinu eftir að ég stóðst skriflegt próf. Þar dýpkaði þekkingin mín til muna og ég tengdi hluti sem ég hafði áður lært en ekki sett í samhengi við aðlöðunaraflið, t.d. fyrirgefningu.

 • 2018 bætti ég við mig hjá Joe Vitale og fékk vottun sem leiðbeinandi fyrir lengra komna. Sama ár kom út bókin um aðlöðunaraflið

 • 2019  gaf Menntamálastofnun út barnabókina Bílamúsina, til að nota við lestrarkennslu í grunnskólum. Steinunn Steinars myndskreytti bókina en sagan er eftir mig.

Umsagnir fyrri þátttakenda

     ,,Ótrúlega spennandi og hugvíkkandi ferðalag sem ég fór í gegnum á námskeiði Þormóðs um aðlöðunaraflið. Það er frábært að vita til þess að það eru engin takmörk."

                         Svanhildur Skúladóttir

 

      ,,Námskeiðið hjá Þormóði stóðst allar mínar væntingar og meira en það. Honum tekst einstaklega vel að koma efninu til skila á áhugaverðan hátt, er einlægur í framsetningu og hrífur fólk með sér. Aðlöðunarlögmálið virkar!" 

               Helga Björk Bjarnadóttir markþjálfi

 

bottom of page