top of page

Margir þekkja til kvikmyndarinnar The Secret. Markmiðið með þessu námskeiði er að þátttakendur öðlist skilning á aðlöðunaraflinu (Law of attraction).
Einnig innsýn og meðvitund um sjálfa sig og skýrari sýn á drauma og langanir.
Læri aðferðir til að velja auðveldlega jákvæðni og glaðlynd.
Öðlist færni í að laða að sér hluti og aðstæður sem auðga lífið og gera það skemmtilegra.

Þetta námskeið hef ég kennt í sal í Reykjavík nokkuð oft, en núna er það í boði sem upptökur og heimaverkefni. Hverju námskeiði fylgir einkatími (í síma eða skype) ef einhverjar spurningar eða vangaveltur skjóta upp kollinum.

 

Ég mæli með því að hlusta á hvern fyrirlestur nokkrum sinnum og leyfa sér að melta og meðtaka efni og intak í viku til tíu daga.

 

Þetta námskeið samanstendur af fimm fyrirlestrum (á .mp3), fjórum heimaverkefnum (PDF) og leiddri hugleiðslu til að losa neikvæðar tilfinningar. Auk þess er einkatími í síma eða skype, sá tími stendur til boða einhvertíma á átta vikum eftir að námskeiðið er keypt.

Námskeiðið kostar 1.990 kr, ef greitt er með millifærslu, en verðið er í evrum (16 €) ef greitt er með paypal.

 

Ef námskeiðið stendur ekki fyllilega undir væntingum þínum geturðu beðið um endurgreiðslu í allt að 30 daga eftir að þú kaupir.

Aðlöðunaraflið, grunnnámskeið

1.990krPrice
  • Hljóðupptökur eru .mp3

    Heimaverkefni eru PDF

bottom of page