40 tíma einkanámskeið fyrir lengra komna, má segja. Ef þú hefur góða meðvitund og innsæi í það sem hefur miður farið í lífi þínu, er þetta dásamlegt tækifæri til að segja skilið við hið liðna. Finna sátt og ró og frið í eigin skinni. Eftir helgina ert það þú sem stjórnar því hvernig þér líður og þú er líklega orkumeiri, jákvæðari og glaðværari en áður. Við dveljum á Snæfellsnesi tvær nætur, einn og hálfan dag. Það verður hugleiðsla, dáleiðsla, heilun, tvær fjörur, góður matur og friðsæld.
Gisting í nágrenninu er t.d. Hótel Búðir (10 mín) Hótel Langaholt (3 mín) og gistihúsið Hof (5 mín).
Einnig í boði fyrir tvo (t.d. par eða hjón)
Umsögn fyrri þátttankanda: ,,Tveggja nátta dvöl á Tvíodda var stórkostleg upplifun. Það var einsog tíminn stoppaði, ekkert sem gat truflað svo mikill friður og kyrrð. Engin hljóð nema frá náttúrunni. Staðurinn er yndislegur og áhrif námskeiðisins toppaði allt saman. Eftir að hafa burðast með allsskonar á sálinni í alltof mörg ár þá kom ég 30 kg léttari til baka og hef verið það síðan.Neikvæðar hugsanir fortíðarinnar tilheyra fortíðinni og koma alltaf sjaldnar og sjaldnar. Ég fór heim með verkfæri til að takast á við ef þær hugsanir koma upp, og í því örfáu skipti sem það hefur gerst að þá hefur “verkfærið” virkað.Ég get hiklaust mælt með þessu námskeiði – ég var þarna um miðjan nóvember 2017 og þetta var besta jólagjöfin sem ég gat gefið sjálfri mér. Takk fyrir mig" Halla Auðunardóttir Námskeiðið kostar 157.000 kr, ef greitt er með millifærslu, en verðið í evrum (896 €) ef greitt er með paypal.
top of page
157.000krPrice
bottom of page